Jólaprófablogg!
Jebb það er komið að því... jólaprófin eru hafin! Ég fer nú reyndar ekki í fyrsta prófið mitt fyrr en á laugardaginn en undirbúningur stendur yfir. Ég er samt eitthvað voða róleg í tíðinni eins og oft áður.... kannski er það að ég er svo mikið að reyna að yfirbuga stressið, slaka á og ekkert óþarfa stress að ég hreynlega læri voðalega lítið... enda myndi það auka stressið verulega!!!! Nei ég segi svona. En þetta er samt alveg hætt að vera sniðugt þetta með mig og próf. Ég held ég verði að fara að leita hjálpar... eftir próf... hef ekki tíma í það núna. Reyni frekar bara að gera þetta sjálf núna, fylgja öllum þeim reglum sem prófstressaðir eiga að fylgja og hætta þá að blogga núna!
Annars lyfti ég mér örlítið upp í gær... spilaði á fyrirbæri sem ég myndi kalla músíkfund af gömlum vana en kallast víst Miðsvetrartónleikar. Það tókst vonum framar þar sem ég hélt ég gæti ekki komið frá mér einum einasta tón vegna varaþurrkst og eymslum í vörum. Ég ákvað að taka þetta bara "on the safe site" og reyna ekki við einhverjar óþarfa gloríur. Það skilaði sér... ég komst í gegnum verkið stóráfallalaust en það var nú samt ekki upp á marga fiska??? En eftir að ég hafði lokið lúðraþyt mínum á sal Tónlistarskólans í Reykjavík hélt ég niður í sal Ráðhúss Reykjavíkur og hlustaði á glimrandi góða jólatónleika með Stórsveit Reykjavíkur. Það var afar ánægjulegt og hressandi í skammdeginu :)
Svo fór ég bara heim að sofa... það var líka afar ánægjulegt í skammdeginu!
Svo var vaknað tiltölulega snemma í morgun og bækurnar opnaðar. Og nú er pásan mín frá bókunum búin svo ég verð að kveðja að sinni.
Við heyrumst vonandi aftur fyrir jól. Set samt inn smá svona jólastemmningu fyrir ykkur og augun ykkar ;)
Hafið það gott... bæjó!
Jamm!
Upsaid er dautt en þvílíkur lúxus! Konni er búin að redda þessu! Komin með nýtt blogg! drofn.cartland.net ... endilega kíkið við :)
Já og Drífa er best.... en ég er farin og búin að vera....
Bless blogger!
Damn it!
Jamm ég held að þetta sé bara helv**** drasl þessi blogger!!! Ég er farin að tala við Konna... Drífa er best!
Læt vita hvernig fer!
Já já....!
Svona er þetta þá bara... búin að eiga à góðu sambandi við upsaid en svo svÃkur hann mig... og ætli ég kÃki þá ekki bara à heimsókn til góðs vinar? Eins og ég blótaði honum nú à denn en kannski tekst okkur að halda sambandinu góðu à þetta sinn... hver veit....???
Annars verður þetta nú eitthvað fátækleg sÃða fram yfir stúdentspróf... kannski lagast hún eitthvað à páskafrÃinu en ætti helst ekki að gera það þvà þá á ég að vera að læra! Þið vitið hvernig þetta er!
En alla vega... nú er ég komin með pláss svo ég hætti ekki alveg að blogga og fólk hætti ekki alveg að skoða bloggið mitt! Og nú getur fólk lÃka breytt linknum mÃnum á sÃðunum sÃnum ;)
En þetta verða bara að vera góð upphafsorð à bili... ég er glorsoltin!
Farin að fá mér eitthvað að eta.... bæ!